Ein pæling hérna sem pirrar mig eitthvað :)

Flokkunin á Xenon ljósum fer eftir K-um.

Dæmi:
6000K
8000K
10000K

o.s.frv.

Í mínum skilningi stendur K fyrir Kelvin-gráður. (Kelvin gráður virka alveg eins og Celcius gráður, nema að 0°K jafngildir -273°C og fer síðan upp á við alveg eins)

Hiti sólarinnar á yfirborði er í kringum 6000°C

Og þá, samkvæmt þessari flokkun á ljósum, ætti gasið (held ég) innan í perunum að jafngilda, eða jafnvel vera heitara, heldur en yfirborð sólar.

Hvernig má það vera? Ég næ þessu ekki.

Einhver sem er klárari heldur en ég í þessu?

Bætt við 31. mars 2008 - 11:59
Hefði mátt bæta við þar sem ég skrifaði:

Hiti sólarinnar á yfirborði er í kringum 6000°C

+ 6000°C jafngilda 6273°K (Kelvin gráðum)