Jæja, þá er karlinn kominn með ógeð af druslunni sem hann keypti í staðinn fyrir BMW 5 línu bílinn sem hann átti og er farinn að spá í að fá sér nýja 5 línu!

Ég er farinn að spá dálítið í BMW 5 - línuna aftur (útlitið sem er núna, eða það sem er búið að vera frá 1996)
Enn það er bara erfitt að fá að prófa svona bíl!
Ég dýrkaði gamla bimmann minn sem var 518i 1991 og langar í nýjann svona!

Það sem ég vil sjá er hvort einhver hérna hefur prófað, átt eða veit um einhver sem hefur átt 523 eða 525 bimma (nýlegann eða nýrri enn 1996) Og veit hvernig þeir eru! Er há bilanatíðni! Eru varahlutirnir dýrir eða sama verð og í gömul bílnunum! Hverju eyða þeir! Og svona hlutir!
Og einhver samanburð við gömlu E34 bílana ef hægt er!

Ég er dálítið mikið að horfa á 523 (170 hp) Hvernig eru þeir!
Hverju eyða þeir og þar framm eftir götunum! d;D

Svo er auðvitað 525 Og svo ef einhver hefur prófað 528 eða 530.
Ég er ekki að spá í 520, 535, 540, M5 eða dísel!
3 - lína og 7 - lína koma ekki til greina!
Þótt að einhver eigi svona bíl til sölu þá er ég ennþá bara að spá!

Hvað skal varast og svoleiðis!


Svo hef ég líka verið að horfa á þessa bíla í þýskalandi!
Hægt að fá þá á góðum prís þaðann og oft minna ekna!

Það sem mig langar til að vita hvort einhver hérna hefur flutt inn bil frá þýskalandi nýlega!
Og þá hvernig er best að gera það! Með skipi beint frá þýskalandi eða með norrænu eða eitthvað annað og hvað það kostar!
Ég veit allt um tollana! (Hef flutt inn bíl frá USA)

Jæja held að þetta sé nóg í bili!
Kveðja
Svessi

Gleðileg jól og nýtt ár og allt það rugl!

P.s. Eru þeir hættir að framleiða x23 vélina (170 hp vélina)?
Ef svo er, veit einhver afhverju?
Fer ekki líka að koma nýtt 5-línu útlit? (Allavega kominn tíma á það), Því það er kominn nýr 7 bíll og 3 bílinn hefur fengið andlitsliftingu! …enn 5 bílinn ekki neitt!