Ég er í smá veseni með bílinn minn. Suzuki vitara, reyndar með sidekick vél en það ætti ekki að breyta öllu. En vandamálið er það að þegar hann er aðiens farinn að hitna gengur hann svo rykkjótt, dettur upp og niður úr svona 1700 snúningum uppí 2400 snúninga, svo hættir hann því reyndar þegar hann er búinn að fá að ganga í hægagangi nægilega lengi, en strax og ég fer að keyra og stoppa, eða stíg á kúplinguna of lengi kæfir hann bara á sér og deyr. En hann dettur alltaf í gang strax aftur en drepst allaf aftur þar til ég er búinn að láta hann ganga í svona 1-2 min þá nær hann að ganga í hægagangi, getið þið hjálpað mér?
Mhmmmmmmm, Beer - Homer Simpson -