Mig hefur alltaf langað til að bera saman tímana mína í GT3 við aðra og sjá hvort maður sé góður eða lélegur. Og mig langar að vita hvort að einhver hér hafi áhuga á því líka. :)

Ef þú hefur áhuga þá er þetta það sem þú þarft að gera:
1. Þú tekur Mözdu MX-5 1,8i, breytingar EKKI leyfðar.
2. Ef þú vilt þá getur þú líka tekið einhvern annan bíl, þú mátt breyta honum eins og þú vilt.
3. Ferð svo á Laguna Seca og Midfield Raceway og reynir að ná eins góðum tíma og þú getur.
4. Svo skellir þú tímunum hingað inn á korkinn.

Ef bíllinn sem þú velur er eitthvað breyttur þá væri gott ef þú myndir segja frá breytingunum.

Þeir sem eru með GT2 geta líka verið með en þeir þyrftu að velja einhvern annan bíl því ég held að þessi ákveðna MX-5 sé ekki í GT2.

Hérna eru mínir tímar.

Laguna Seca:
Mazda MX-5 1,8i - 1'43.724
BMW 328 Ci - 1'43.966

Midfield Raceway:
Mazda MX-5 1,8i - 1'33.449
BMW 328Ci - 1'33.517

Bimmin er óbreyttur.
“My scythe… I like to keep it close to where my heart used to be.”