Ég er búin að velta mjöööög mikið fyrir mér þessum tímum í hröðun og póstaði um daginn minn árangur og var alveg sáttur ivð hann. Hinsvegar póstaði ég líka að ég hefði verið viss um að ég náði 0-100 kmh á undir sex sekúndum og það kom mér á óvart. Ég er núna búin að fá skýringar á því. Þannig er mál með vexti að við 5 gráðu hita þá á vélin að skila 332.5 hestöflum í staðinn fyrir 315.5, þetta þótti mér í meira lagi athyglisvert og getur þetta vel skýrt afhverju ég náði betri tíma þetta skiptið en í sumar þegar ég var að reyna þetta.
Skv, erlendri heimasíðu M5 bíla þá á að vera hægt að ná allt að 40 auka hestum með háoktan bensíni og lágum lofthita 0-5 gráður. Nokkuð merkilegt!