Sæl veriði

Kannski fínt að taka það fram hér í byrjun að ég hef mjög lítið vit á mikið af hlutum sem tengjast bílum og ættla ég því að leita smá leiðbeininga hérna.

Þannig er nú það að mér langar mikið til þess að gera eitthvað fyrir hljóðkerfið í bílnum, þ.e. fjárfesta í aðeins betri græjum. Ég er á legacy 2005 með original græjur. Ég þarf ekki að fá það flottasta á markaðnum, langar bara geta blastað þetta aðeins, fá góðann bassa kannski helst og geta spilað frekar hátt.
Hvað er svona það mikilvægasta fyrir mig að kaupa? nægir mér að fjárfesta kannski bara í basskeilu/keilum í skottið á bílinn? ef svo er, hvað erum við þá að tala um í peningum?
ef þið teljið þörf á fleiru, hverju þá? þetta er nefninlega allt frekar innbyggt í bílinn þannig veit ekki alveg hvernig þetta getur virkað.
Allar leiðbeiningar eru vel þegnar :)