sá þetta á vísi og fannst þetta ágætis mynd af því sem getur gerst *ef* eitthvað klikkar eftir einn tvo.

kann ekki að gera link hérna þannig að ég peista þessu bara blygðunarlaust.




Það kostar að keyra fullur
Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að endurkröfur vegna tjóna sem ölvaðir ökumenn valda hafa aldrei verið meiri. Landsbjörg lýsir áhyggjum af þessu og hvetur landsmenn til að láta af þeim ósið að aka undir áhrifum:

“Í dag er ljóst að enn eitt metið er fallið. Fjöldi endurkrafna vegna tjóna tengdum ölvunarakstri er kominn í 200 mál, en hefur að meðaltali verið um 120 mál á síðustu árum. Ölvunarakstur er semsagt vaxandi vandamál og nú á aðventunni má búast við frekari aukningu á þeim ósið landans að keyra bíl eftir drykkju.

Það er ekkert grín að verða valdur að slysi/dauðsfalli/eignartjóni akandi undir áhrifum áfengis. Fyrir utan sorgina sem aðstandendur fórnarlamba bílslysa þurfa að kljást við þá hlýtur það að vera gríðarlega erfitt fyrir gerandann að horfast í augu við gjörðir sýnar. Ölvaður ökumaður þarf að bera tjón sitt sjálfur, þ.e. hann fær hvorki ökutækið bætt eða bætur vegna eigin líkamstjóns. Missir að auki ökuréttindin og hlýtur sekt eða fangelsisdóm. Sektin getur verið á bilinu 50-100 þúsund krónur miðað við fyrsta brot og ökuleyfissvipting í allt að tólf mánuði. Það ætti að vera hægt að taka nokkra leigubíla fyrir þá peninga.

Valdi ölvaður ökumaður hinsvegar tjóni á eignum annarra eða líkamstjóni þá gerir vátryggingafélag hans upp tjónið við tjónþola. Tjónvaldurinn er síðan endurkrafinn um um þær bætur sem greiddar hafa verið í tengslum við tjónið. Á síðasta ári var hæsta endurkrafan um 2.5 milljónir vegna ölvunarskstur og má segja sopann dýran í það skiptið. Heildarendurkröfur hljóðuðu uppá 28 milljónir. Talið er að fimmta hvert banaslys í umferðinni tengist ölvunarakstri og árlega eru um 3000 ökumenn teknir vegna ölvunarakstur. Ekki glæsilegt að tilheyra þeim skæruliðaflokki.

Kæru landsmenn okkur ber borgarleg skylda til að tilkynna um ölvunakstur og getum við gert það með því að hringja í Neyðarlínuna 112 sem kemur boðunum áleiðis til lögreglunnar. Ekki þarf að gefa upp nafn hringjanda. Með slíku símtali getum við bjargað mannslífum og óþarfa eignartjóni.”