Blessaðir,

ég hef núna verið að pæla soldið í bílamálunum mínum.
Mig langar í einhvern kraftmikinn og skemmtilegan bíl. Valið stendur, amk núna, á milli Camaro og Impreza turbo.

Málið með camaroin er að ég er hræddur við að geta svo ekki selt hann. Hafiði einhverjar pælingar í sambandi við það? Er einhver hérna sem hefur verið að selja camaro? Hvernig gekk? Plúsinn er samt að maður hlítur þá að geta prúttað feitt ef það gengur ekkert að selja, right?;-)

Verðin á þessum bílum eru ekkert smá mismunandi. Hvernig fara þeir að því reikna verðið út? Ekki er það fragt+bílverðið*tollur*vsk ?!?! T.d. hvernig reikna þeir þá verðið á harmonikkunum? Bæta þeir þá bara viðgerðarkostnaði við? Er þetta kannski bara mikið huglægt mat?


Takk,


Beer - it's not just for breakfast anymore.