Ég á BMW 318 IS, 140 hestöfl. Mér langar rosalega að tjúna bílinn eitthvað upp (ekki segja mér að fá mér nýja vél eða kaupa nýjan með stærri vél ;). Hvað væri svona sniðugast að gera? Væri fínt að ná honum í kringum 200 hrossinn.

Ef ég mundi til dæmis fá mér einhverja turbínu (ca 40hö aukning, right?) Þá þyrfti ég að fá mér nýtt pústkerfi og kraftsíu til að vélin höndli þetta??

Hvað er nauðsynlegt og hvað fær maður mesta aflið útur? Flækjur? Tölvukubbur? Auka slagrýmið(vesen?)?

Hvert væri best að fara í sambandi við þetta?

Með fyrirfram þökk

Hallgrimur Andri