Halló, ég er að reyna að skipta um dekk á bílnum mínum. Ég kann alveg að skipta um dekk, en vandamálið er að dekkið er alveg gjörsamlega pikkfast þótt ég sé búinn að fjarlægja alla boltana og svona. Ég er búinn að spreða WD-40 á fullu á samskeytin, en það virðist ekkert losna, svo er ég búinn að berja á draslinu allmikið, það dugar ekkert. Ég ætla að láta þetta bíða aðeins og spreða smá meira WD-40 á eftir, en í millitíðinni var ég að pæla hvort það væri til eitthvað töfraorð sem ég get sagt við dekkið til þess að það hlýði…

Og hvaða dekkjaverkstæðum mælið þið með? Ég fer örugglega bara eitthvað, getur varla verið erfitt að fá gert við eitt dekk. Ég er í Reykjavík.