núna tekur þú orð mín úr samhengi, ég verð að viðurkenna að ég keyri ekki alltaf á löglegum hraða, en yfirleitt fer ég ekki langt yfir hann, oftast bara 5-10 km hraðar
en lögreglumenn og sjúkraflutningamenn eru sérþjálfaðir í þessum akstri og eru í, eins og þú segir, forgangsakstri sem að gefur þeim réttindi að fara upp að 180 km/klst, það eru hraðatakmörkin, þó svo að vinnureglur lögreglunnar séu að fara ekki yfir 150 km/klst nema í mjög sérstökum tilfellum. svo að lögreglan er ekkert að keyra neitt hraðar en hámarkshraði, hann er bara annar þegar þeir eru í forgangsakstri eða neyðarakstri.
en þú verður líka að athuga að ég er að tala um menn sem að eru að aka á langt yfir hámarkshraða, hvort sem er á mótorhjólum eða bílum, ekki menn sem eru kannski aðeins að fara yfir hraðamörkin, það verð ég að viðurkenna að hafa gert þó svo að það sé nú ekki mikið
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“