Er að spá hvort einhver hérna hafi einhverja humynd um það hvað gæti verið að bílnum mínum og hvernig hægt sé að laga það.

Bíll: MMC Galant '92
Lýsing bilanar: Þegar ég reyni að starta bílnum eftir að hann hefur sitið ónotaður í 5+ tíma þá er hann mjög tregur í gang, fer ekki upp fyrir 500 RPM, hikkstar og sprengir framhjá og er leiðinlegur nokkra stund eftir að hann fer loksins í gang, sem er eftir um 3 mínútur af tilraunum. Þegar hann er kominn í sinn besta gír er hann kraftlítill, missir allan kraft í 5 þús snúningum og þolir ílla þegar honum er gefið inn mikið bensín.

Reynt: Fór með hann á Heklu á Reyðafirði og lét lesa úr honum og kom í ljós að loftflæðiskynjarinn var ónýtur, panntaði ég nýjan loftflæðiskynjara notaðann frá partasölu á Akureyri, en það gerði lítið sem ekkert gagn.

Svo… Hvað haldið þið að sé vandamálið og hvernig er hægt að laga það?
It's like having your cake…