ég var í gær að þrífa bílinn minn hátt og lágt að innan(sem reyndar þurfti allrosalega, hann var verri en herbergið mitt á verstu dögum) og að utan sápuþvoði hann og svona gaman. En svo í gærkvöldi þegar ég þurfti aðeins að fara út þá opnast hurðinn farþega meginn en lokast ekki. Síðan ákveður snillingurinn sem sat í farþegasætinu að læsa hurðinni og loka en eftir það hef ég ekki getað opnað hana og ekki einu sinni náð að taka læsinguna af. ég er búinn að reyna að láta hann ganga og hita sig vel upp en það gengur ekki. og ég get ekki sett hann inní bílskúr. hvað get ég gert annað til að geta opnað hurðina???