Nú veit engin hvað ég er að tala um, en fyrir þá sem ekki vita þá er bræðsluvör það sama og öryggi.
Tilefnið er hinsvegar það að það sló út öryggi á Bimmanum mínum á rúðuþurrkunum og mér til mikillar ánægju uppgötvaði ég að ég gat samt notað mesta hraða á þurkkunum. Það eru semsagt tvö öryggi fyrir þurrkurnar! Mér finnst þetta stórsniðugt og var að velta fyrir mér hvort þetta væri kannski almennt svona, þetta gæti komið sér vel á miklum hraða á hraðbrautum í grenjandi rigningu ef að öryggi springur.
Bimmin heldur áfram að koma manni á óvart!