Ég keypti í gegnum kunningja minn í Danmörku í síðasta mánuði Corollu 1600 GTi Liftback árg. 1988, svartan ótrúlega fallegan. Aðeins var 1 búinn að eiga hann í Danmörku og var ekinn rétt um 70.000 frá upphafi. Ekkert ryð og fullkominn bill.
Ég ætlaði aldeilis að græja þennan bíl upp og eiga og fara vel með.

Nema hvað að þessi kunningi minn fær að hafa Corolluna í um 2 vikur áður en hún er sett í skip en á einhverji hraðbraut nærri Jylland missir hann stjórn á honum í mikilli bleytu, hringsnerist og lenti á skilti, svo á Opel Kadett og loks á kyrrstæðum vörubíl og bíllinn er ónýtur. Allt þetta gerðist á mjög miklum hraða. Ég fæ því engan bíl. Vinur minn meiddist eitthvað, en ekki mikið. Svo er spurning með tryggingaféð.

Það er útaf svona atburðum sem maður spáir hvort það sé nokkuð þess virði að lifa…
OH.