Hér er lýsing á ADR námskeiðinu eins og það er orðað af Vinnueftirlitinu:

ADR-námskeið fyrir ökumenn sem flytja hættulegan farm

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og lýkur með prófi. Eftir grunnnámskeið, sem allir verða að sitja, er val um þrjú framhaldsnámskeið eftir því hvaða réttinda viðkomandi vill afla sér til viðbótar:


Grunnnámskeið, 3 dagar, veitir réttindi til flutnings á stykkjavöru, þó ekki sprengifim eða geislavirk efni.
Viðbótarnámskeið við grunnnámskeið, 2 dagar, veitir réttindi til flutnings á efnum í tanki.
Viðbótarnámskeið við grunnnámskeið, 1 dagur, veitir réttindi til flutnings á sprengifimum efnum.
Viðbótarnámskeið við grunnnámskeið, 1 dagur, veitir réttindi til flutnings á geislavirkum efnum.
Innifalið í námskeiðinu er verkleg kennsla í skyndihjálp og notkun slökkvitækja.
Verð (sjá verðskrá)

ADR endurmenntunarnámskeið fyrir ökumenn sem flytja hættulegan farm

Samkvæmt reglugerð nr. 984/2000 um flutning á hættulegum farmi er gildistími starfsþjálfunarvottorðs ökumanns (ADR-skírteinis) sem annast flutning á hættulegum farmi 5 ár. Heimilt er að framlengja gildistíma vottorðsins um fimm ár í senn hafi handhafi þess á síðustu tólf mánuðum og ekki síðar en þrem mánuðum eftir að gildistími vottorðsins rann út lokið endurmenntunarnámskeiði og staðist próf í lok þess.

Til að að endurnýja réttindi fyrir flutninga á hættulegum farmi í tönkum, sprengifimum farmi og geislavirkum farmi verður viðkomandi að hafa gild réttindi fyrir stykkjavöruflutninga (grunnnámskeið).

Ég tók þetta námskeið sjálfur í desember, og ég mæli með því fyrir þá sem hugsa sér að vinna við flutning á hættulegum farmi. Sjálfur vinn ég á olíubíl í hlutastarfi, sem krefst þess að maður sé með gilt ADR leyfi.

Ég get svarað spurningum um námskeiðið hér fyrir neðan.

Kv. Ultravox.