Sælir

ég er með ákveðið vandamál þannig er mál með vexti að ég get ekki valið milli 2 bíla sem mig langar í,
annarsvegar Lancer Evo 8 og hinsvegar mazda rx-8 ég á erfitt með að velja vegna þess að ég er að leita að bíl sem er í senn flottur og kraftmikill ef mar ber saman þessa 2 bíla þá myndi ég segja að það sem mazdan hefur fram yfir evo-inn í mínum huga er það að mér finnst mazdann aðeins fallegri bíll inréttinginn er nátturlega bara tær snilld (vitið hvað ég er að meina sem hafa séð þetta) svo svo er það hvernig hurðirnar opnast alveg óendanlega svalur fítus, svo er afturhjóladrifið líka að heilla mig rosalega þar sem að mér finnst fátt skemmtilegra en að leika mér á afturhjóladrifnum bíl en mazdan er í afturh´jolin e-ð i kringum 238 hp ef ég man rétt og það sem mig langar að gera er að setja í hana túrbínu en svo er ég búinn að vera kynna mér málið á netinu og þar fann ég út að þeir sem hafa verið að skella túrbínu í mözdu hafa verið að kála winkelnum í kringum 60 þús sem er stór galli því að ég vil að sjálfsögðu að þessi bíll endist e-ð

Svo er það evo-inn mér finnst hann aðeins síðri í útliti samt alveg þrusuflottur bíll kostir hans eru að sjálfsögðu að þetta er mitsubishi (sem eru hátt í áliti hjá mér hef átt 2 mitsu og þeir reyndust mjög vel) svo er það kostur en ókostur í leiðinni er að hann er fjórhóladrifinn sem er að sjálfsögðu kostur í snjónum og því hérna heima en mér finnst samt ekki alveg eins gaman að leika mér á 4wd einsog á afturhjóladrifnum einnig er það stór kostur fyrir mann einsog mig þar sem ég er frekar hávaxinn er að það er mikið pláss frammí bílnum og um leið þegar ég er búinn að setja sætið í mína stöðu þá getur samt einhver setið f/aftan mig án mikilla óþæginda
annar kostur er sá að evo býður uppá mikla breytinga möguleika (f/vélina) sem er það sem mig langar að gera ég kýs að gera bílana kraftmeiri frekar en að hnakka þá upp með græjum og spoiler og kittum og drasli



þá spyr ég ykkur hvort mynduð þið velja ef þið ætluðuð að kaupa og hversvegna og hversvegna ekki hinn ?

með von um hjálp
Charley