Ég lenti í því um daginn að ég var á leiðinni í próf, lokapróf í Dan203, og ég komst ekki inn í bílinn minn, þar sem að hurðirnar voru allar frosnar.

Bíllinn minn er af gerðinni Nissan Sunny. Ég var nývaknaður og ekki ferskur. Læstur úti, og hvað í anskotanum á maður þá að gera… allar hurðarnar frosnar (nema skottið).

Ég tók bara upp lykilinn og reindi að opna helvítið, en það tókst ekki… Lásinn var frosinn. Hann var frosinn báðum meginn. Ég að degja úr stressi…
Svo að ég sneri bara lyklinum fastar og fastar… þangað til að ég gat snúið honum í marga hringi.. ekki sniðugt. Og það endaði bara með því að ég þurfti að hlaupa í helvítis prófið… Helvítis danskan…

En allavegana, svo að þið lendið ekki í þessu sama, þá eru hérna nokkur ágætis ráð:

1. Best er að taka svona “lykla-vökva” veit ekki hvað hann heitir, og setja í skránna, þá þiðnar skráin. En það á enginn svoleiðis, getur sammt keipt svoleiðis í Húsasmiðjunni.
Það er líka hægt að nota WT-40, Smurninguna… virkar mjög vel.

2. Það er að setja heitt vatn á handklæði, og það í plast poka. Fara síðan út með pokan og halda honum upp að lásnum. Hef ekki reint þetta, en þetta á að virka…

Jábbsss… thats it…
Set þetta hérna inn því að það er ekkert að gerast á þessu áhugamáli, og það er ekki gaman að hlaupa í 10 stiga frosti :)
Fock já!