Ég er á Hyundai Accent '98 (engin skítköst takk fyrir), en hann er eitthvað skrítinn stundum og mér þætti ágætt að fá svör eða ábendingar.
Stundum þegar ég nota stefnuljósin kviknar á hazardljósunum, semsagt blikka örvarnar í báðar áttir. Ekkert sérstaklega sniðugt, þar sem ég gæti fengið sektir fyrir að nota hazardljósin að óþörfu.
Annað líka, þið vitið tikktakkhljóðið sem kemur þegar stefnuljósin eru á? Það kemur mjög oft bara þegar ég er að keyra, og stefnuljósin ekki í notkun. Ekkert alvarlegt kannski, en ég gæti alveg verið án þessa hljóðs.
Eitt í viðbót, það er ekki hægt að opna skottið með lyklinum. Það er lyklaskrá á skottinu, en samt er ekki hægt að opna það án þess að nota takkann frammí. Ef þið fattið.

Vona að einhver geti bent mér hvað gæti verið að? :)