tók þetta af alþingi.is var að skoða og mér finnst þetta fullmikið tekið til orða, þetta er alltof stór fullyrðing fyrir þessa apaketti að segja, ég er aðtala um þetta sem ég feitletraði og skáletraði og undirstrikaði :

" Enda þótt þetta mál sé að margra mati lífsspursmál skal áréttað að með því er ekki verið að dæma alla unga ökumenn sem ábyrgðarlausa. Því fer fjarri. Þótt tilhlökkun sé mikil eftir að fá ökuréttindi eru margir nýir bílprófshafar fullir kvíða þegar þeir fara í sínar fyrstu ökuferðir. Þeir gera sér far um að sýna fyllstu aðgætni og eru sérstaklega varkárir fyrstu mánuðina í umferðinni meðan þeir eru að þjálfa aksturshæfni sína og átta sig á aðstæðum. Með því að hækka lágmarksaldurinn í 18 ára má auðveldlega leiða líkum að því að þessi „upphafsvarkárni“ færist einnig upp um eitt ár. Frumvarp þetta mun vafalaust ekki falla öllum ungmennum í geð sem bíða þess að ná 17 ára aldri til að geta fengið ökuréttindi. En hvernig sem á málið er litið, hvort sem í þessari umræðu eða annarri sem hefur að gera með velferð og heilsu barna, er það skylda okkar að hafa vit fyrir börnum og unglingum og búa þeim aðstæður sem eru bestar til þess fallnar að vernda þau sem og aðra vegfarendur í umferðinni. Verði frumvarp þetta að lögum mun heilum árgangi verða forðað frá því að geta slasast eða láta lífið undir stýri eða verða fyrir þeirri ógæfu að aðrir slasist eða látist í umferðinni.
Í ákvæði til bráðabirgða kemur fram að gert er ráð fyrir að aldursmörkin verði hækkuð í þrepum, um einn mánuð á tveggja mánaða fresti. Ekki er talið eðlilegt að unglingur sem verður 17 ára daginn eftir gildistöku laganna þurfi að bíða í heilt ár eftir að fá ökuskírteini. Að sama skapi yrði líka slæmt ef ökukennsla og sú sérþekking sem henni fylgir félli niður í nærri heilt ár. Markmið laganna mundi með þessu nást á tæpum tveimur árum, sem hér segir: (hérna kemur eikker tafla sem sýnir aldurinn blabla"