Jæja, ég fór með hann í smurningu í dag og well hann drap á sér nokkrum tímum seinna.

Ég var að spá, vélin segir ekkert þegar hann drepur á sér. Hann bara eins og líði yfir hann… Var að spá hvort bensíndælan gæti verið að klikka?

Ég er allavega ekki að kaupa þetta með kveikjuna af því venjulega fer hann í gang og hvernig ætti það að útskýra að hann drepi á sér? Varla þarf hann spark í gegnum allt ferlið? Ekki bara þegar honum er startað? En svo er það þetta með að hann þurfi hvíld áður en hann startast aftur….

Ég vil endilega hjálp áður en ég eyði pening í viðgerðir þar sem ég á ekki það mikið af $$$

Með fyrirfram þökkum
girlygirl
Just ask yourself: WWCD!