Nú bý ég á höfuðborgarsvæðinu og fæ að kenna á skrattanum saltinu. Mér finnst sjálfum óþarflega mikið saltað. Það er eiginlega ofnotað. Hitinn má varla fara eina til tvær gráður niðurfyrir frostmark án þess að það sé allt á kafi í salti. Svo þegar þornar þá er svo mikið ryk bundið niður við götuna að það er nánast ekki hægt að anda.

En svo fór ég að spá í sandinum. Viljum við vera að keyra í hæfilegri fjarlægð á bíl en samt fá grjótkastið yfir bílinn okkar? Ég væri ekki sáttur með það. En hvað er hægt að gera? Hvað annað er hægt að nota?

En svo ég haldi áfram með pælinguna, þá finnst mér göturnar alltaf svo illa ruddar. Það sem á að gera þegar það snjóar almennilega er að setja út flota af vörubílum og ryðja göturnar en spara saltið.
Saltið fer svo hræðilega illa með bílana. Bílarnir verða viðbjóðslegir í útliti og eiga það á hættu að fara að láta á sjá útlitslega séð. Svo ekki sé talað um tjöruna sem myndast úr rykinu og saltinu. Án efa allir sem væru til í að vera lausir við það.

Hvað væruð þið til í að fá á göturnar í stað salts?