Alveg er þetta furðulegt… þið kvartið yfir því að fáir sendi inn kannanir hérna á áhugamálið, svo þegar maður sendir inn könnunina “Hvaða bílaumboð hefur verstu þjónustuna” þá er henni hafnað…? Eruði svona miklar kerlingar að það má bara hafa kannanir um hve mikið þú hefur eytt í hljómtæki?
Næsta könnun sem ég ætlaði að senda inn átti að vera “Hvaða umboð hefur BESTU þjónustuna)… en það er lítið gagn í því ef það má ekki spyrja um þessa hluti…. hvað er eiginlega að ykkur?

Þjónusta bifreiðaumboða skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla bíleigendur, ég veit mörg dæmi þess að menn sem komu inn í bílaumboð til að kaupa margra milljóna króna bíl löbbuðu út án þess að kaupa neitt vegna þess að þjónustan var léleg…

Ég skal senda aðra könnun þar sem ég spyr ”hvernig eru sætin á litinn í bílnum þínum“ … er það nógu saklaust? (and who the fuck cares?)<br><br>”Facts are stubborn things"