Sælir Hugarar.

Ég á gamlan japanskan fólksbíl sem er stundum leiðinlegur í gang. Þetta virðist bara vera þegar bensíntankurinn er hálffullur. Hann fer samt í gang eftir að ég er búinn að starta honum 5-6 sinnum og pumpa bensíngjöfina, og gengur fínt þegar hann er kominn í gang. Þetta gerist bara á morgnana og virðist ekki gerast þegar bensíntankurinn er meira en hálfur.

Ég hef sett á bílinn ísvara í síðustu tvö skipti sem ég hef fyllt hann og það virðist ekki hjálpa mikið, kannski eitthvað. Ég reyni bara að fylla hann þegar hann er orðinn hálfur og þá er allt í lagi en þetta er samt svolítið pirrandi og gæti versnað þegar fer að kólna.

Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?

Takk fyrir.

Vambi
Bassar: Fender Precision Lyte MIJ, Fender Jazz Bass '75 RI CIJ