Jæja.. Ég ætla loksins að tíma að setja bílinn minn á götuna í mánuðinum. En ég var að pæla í hvað það gæti gróft kostað mig?

Málið er að hann var tekin af númerum eftir skoðun þar sem ég hafði bara ekki efni á að laga það sem var að. Ég ætla að reyna fá sem mest á partasölum en mig vantar bara að geta gert mér grein fyrir hvað þetta gæti kostað mig. Þetta er Kia Clastus 99.

Það sem ég þarf að kaupa er pústkerfið sem er allt ryðgað. Báða frammgorma og startara. Svo náttúrulega verkstæði fyrir skiptingar á þessu. Svo er hann búinn að standa í dáltinn tíma þannig að ég býst við að það þurfi að láta tékka á hinu og þessu.

Mig vantar að gera mér smá grein hvort ég hafi efni á að gera þetta í einum manuði eða hvort ég þurfi að taka þetta á lengri tíma þannig að getur einhver sagt mér hvort ég eigi að búast við 100.000 eða 200.000 eða hvað. Ég veit ekkert um þetta.