Mér finnst samt frekar að það ætti að hafa kvartmíluna fyrir þetta þ.e.a.s. að spyrna og þess háttar ef ykkur eða einhvern langar svona rosalega mikið til þess að gera það (ekkert persónulegt en ég er frekar á móti of hröðum akstri og slíku).En ég er hjartans sammála blandipoka með það að hafa frekar sérstakann stað fyrir þetta heldur en að vera stofna öðrum í umferðinni í hættu og eins og gefur að kynna er þetta reyndar í flestum tilvikum stórhættulegt,og í rauninni held ég að það myndi voða littlu breyta með því að banna aðgang að kvartmílunni því að mín reynsla er sú að það sem er bannað er spennandi!!!
Ég held að þeim reglum um að banna aðgang að kvartmílunni yrði ekkert farið eftir !!! Og ég vona bara að allir þroskist aðeins við þennan atburð og sjái að þetta er bara sniðugt í örfár sekúndur og svo bæng! Allt farið til fjandans.Og í alvörunni þá veit ég ekki um eina einustu stelpu sem heillast af svona gúmmítöffurum sem þenja bílana í botn á hverjum einustu ljósum og spyrna!En ég skil að þetta er gaman,en í alvöru..afhverju fáið þið ekki bara ykkar útrás og skemmtun og farið í kappakstursleik í playstation eða eitthvað álíka.Það er ekki hættulegt og það bannar ykkur það enginn og + enginn bensíneyðsla,ha! Og látið þetta ykkur að kenningu verða!!!!!