Eftir umhugsun og samráð við annan meðstjórnanda minna eyddi ég póstum um ólöglega götuspyrnu af korkinum.

Þetta er það leiðinlegasta sem ég geri sem umsjónarmaður á þessu áhugamáli en þegar fólk er að nota þennan vettvang til að auglýsa, skipuleggja og hvetja til ólöglegs athæfis er augljóst að bregðast þarf við á viðeigandi máta.

Ef einhver efast um að aðgerð þessi hafi verið við hæfi þá bendi ég á atburði nýliðinnar nætur og spyr hvernig gæti farið ef álíka atburðir myndu gerast hér innanbæjar og í fjölmenni.

Virðingarfyllst,
Mal3
Umsjónamaður Bílaáhugamáls