Sæl veriði, er að skoða bíl núna af gerðinni Peugeot 307, nánast nýr (keyrður nokkur þúsund, 2006).
Það er hreinn unaður að keyra þennan bíl, djöfull var það gott maður, prufukeyrði Mazda 3 beint á eftir og hann átti ekki séns í Peugeotinn.
Nú var ég að spá í það hvort einhver þarna hefði einhverja reynslu af svona bíl, eða hefði séð hann einhversstaðar, og langaði að spurja hvað ykkur findist, bæði útlitslega og svo líka akustur og ending (ef þið hafði prófað hann).