Er hérna með glæsivagn. Volvo S40 í T4 útgáfa sem er með 1948 rúmmcentimetra Túrbó vél. Bíllinn skilar 200 hestöflum og rétt um 300 NM. Þetta er 2002 árgerð og er skráður 5/2/02. Hann er búinn 5 þrepa sjálfskiptingu með Winter mode.

Bíllinn er svartsanseraður á litinn og sést alveg að hann sé 4 ára gamall. Fáar sem engar hagkaupsbeyglur. Ég er 3 eða 4 eigandi. Að innan er dökk innrétting með ljósum sætum. Ekki leður. Hiti í sætum og 6 hátalara prologic hátalarakerfi er í bílnum.

Bíllinn er ekinn 88.000 skemmtilega km og er kominn tími á að fara taka bremsurnar í gegn en annars í góðu standi. Nýbúinn í ástandskoðun og þar var allt tipptopp, nema kominn tími á að fara athuga bremsur.

Þessi bíll öskrar skemmtilega áfram enda léttur. Bílinn er á 15“ álfelgum og heilsársdekkjum. Ný nelgd vetrardekk geta fylgt með.

Þjónustubók frá upphafi og eigulegur bíll. Lítið sem ekkert verið tekið á þessum bíl og því lítið slitinn.


Áhvílandi 1300 þúsund. Verð 1700 með nýjum 16” Volvo álfelgum á Toyo TR1 225/50/16 barða. 15“ álfelgum með sumardekkjum og splunkuný nagladekk.

Ef 16” pakkanum er sleppt þá er hann falur fyrir 1600 þúsund.

Upplýsingar í Pm, eða í síma 699-2905

http://www.blyfotur.is/files/volvo_872.jpg

Bætt við 17. ágúst 2006 - 21:13
http://heidaro.shadowness.org/kristjan/IMG_0378.jpg