Jæja, ég er líklegast að fara að kaupa mér bíl á næstu mánuðum.

Hann þarf ekki að vera stór, hann þarf ekki að vera neitt rosalega kraftmikill. Ég þarf samt að geta keyrt á honum í snjó úti á landi.
Hann má ekki vera of gamall, helst ekki eldri en '96. Hann þarf að vera með geislaspilara.
Hann þarf líka að vera skráður fimm manna.

Ég veit ósköp fátt um bíla, og vantar smá aðstoð. Eru einhverjir sérstakir bílar sem þið getið mælt með? Og hverju mælið þið ekki með?

Og já, ég geri mér grein fyrir hversu asnalega ég hlýt að hljóma.