Ætla svona að athuga áhugan.. Ástæðan fyrir sölu er sú að ég þarf aðeins að minnka við mig.

Allavegana, um er að ræða ítalskan fola, Alfa Romeo 147 bíl með 2000cc vél og Selespeed skiptingu.

Árgerð 2001
Keyrður ca 75.000km
Vél 2000cc (Skráður 150hp)
Skipting: Nýjasta Selespeed “F1” skiptingin(3rd gen), þeas hálf beinskiptur (skipting í stýri, getur líka haft hann sjálfskiptan ef þú ert latur/löt)

Þessi bíll er svo hlaðinn gotterí.

Aukabúnaður: Leðuráklæði, BOSE-Hljóðkerfi(Gaman gaman :D), Cruize Control, Rafdrifin Glertopplúga, Climate Control Miðstöð, Leður stýri og stjórntæki í stýrinu.

Síðan er að sjálfsögðu allt þetta hefðbundna.. 17" Álfelgur í góðu ásigkomulagi með nýlegum dekkjum, Loftpúðar í öllum hornum og svo fullt af skammstöfunum.. TCR, EBS, ABS… nenni ekki að telja þetta allt upp.

Lakkið á bílnum er nokkuð gott. Soldið steinkast framaná og rispur hér og þar einsog gerist. Ég hef samt passað að þann tími sem ég hef átt hann hef ég ekki lagt við hliðina á fólki og alltaf hreinsað bílinn með svampi og háþrýstidælu. Það eru amk lítil kústun á lakkinu.

Breytingar á bílnum & viðhald:
Fyrri eigandi tók úr honum hvarfakútinn til að kreysta einhver 3-4 hp útúr honum, svo hljóðið í honum er mjög mean. Annars hef ég frekar reynt að halda honum nokkuð clean bara.
Hann fór í hjólastillingu fyrir hálfu ári og svo lég ég nýlega skipta um bremsuklossa aftaná, það var gert hjá umboðinu. Síðan er hann núna í tímareimaskiptum og ég sel hann ekki fyrr en hann er búinn í því. Annars er hann með fullkomna smurbók og ég hef passað mikið uppá olíuna í honum. Hann eyðir í kringum 10 L/100. Svona ca 12-13L ef í innanbæjarakstri.

Umboðið hér á Íslandi (PTT) er mjög gott. Hef sjálfur mikinn áhuga á ítölskum bílum svo ég hef soldið heimsótt þá þarna uppfrá. Eigandinn þar er amk snillingur að mínu mati.

Vill líka taka það fram að þetta er 147 en ekki 156 bíll. 156 Bílarnir eru að sjálfsögðu allt annar tebolli en 147. Þó svo mér þyki 156 bílarnir fallegir líka 8)



Myndir:
















Verðið er 1.4mills(skoða öll tilboð). BGS.is setur á hann 1.6 milljón. Er með lán á honum sem er í kringum 600 þúsund kallinn núna (held ég) og ég er að borga ca 25.000 á mánuði. Vill fá sem flest tilboð og öllum verður svarað í PM.

Skoða skipti á ódýrari(og dýrari líka þó það séu minni líkur), helst einhverjum smábíl eða einhverju þvíumlíkt sem eyðir litlu. Ef einhver á lítinn Fiat þarna úti þá væri það nottla bezt. :wink: Mér liggur ekkert á að selja.

Hann var að koma úr tímareymaskiptum.

Veit að það eru sumir Alfa Romeo haters þarna úti, þeir meiga endilega bara sleppa því að pósta á þennan þráð :wink:
Klárlega