ok, þannig er málið að föstudag fyrir 2-3 vikum var auglýst eftir stolinni Toyotu í Mogganum, ég les það og svo þegar ég er að keyra kærustuna í vinnuna í Grafarvoginum, sé ég bílinn fyrir utan blokk, að ég held svo ég spæni heim og næ í Moggann og jú, þetta er bíllinn svo ég hringi í eigandann og hann er mjög ánægður og þakkar kærlega fyrir. Löggan í Grafarvoginum kemur svo þegar ég er ennþá hjá bílnum og einhver *bííb* konu lögga spyr þannig að það er einsog ég hafi stolið bílnum og var ægilega vantrúuð og sagði “ef þú býrð ekki í Grafarvoginum er mjög ótrúlegt að þú getir fundið stolinn bíl eftir auglýsingu” og “þú hlýtur að vita hvernig hann lenti þarna” ég varð svo reiður og spurði hana afhverju Löggan hefði ekki fundið bílinn því hann var víst búinn að vera lengi fyrir utan þetta hús í Grafarvoginum og er í 400 metra fjarlægð frá stöðinni, alveg við aðalgötuna. ÞAð kom bara snúður á kellingu og hún fór og sagði Lögregluna alveg geta fundið stolna bíla. Fyrir utan þetta fékk ég engin fundarlaun, eða er kannski aldrei gefin fundarlaun á Íslandi?? veit ekki. Það voru engin fundarlaun í boði í þessari auglýsingu en það var búið að auglýsa þennan bíl áður og þá var heitið fundarlaunum. Þetta var bíll að verð mæti 250.000-350.000 og er ekki hægt að gefa krónu í fundarlaun fyrir utan óþægindin.

næst þegar ég sé stolinn bíl, auglýstann, í götunni minni stednur mér sko alveg á sama. Maður tapar bara á þessu.
OH.