Vegna hryðjuverkanna í USA hefur eftirlit á flugvöllum í Evrópu verði stórhert og þetta aukna eftirlit hefur skapað Ford smá vandræði.

10. umferð WRC fer fram í Nýja Sjálandi 21-23. sept næstkomandi og stóð til að senda Ford Focus bílana til Nýja Sjálands með flugi í gærkvöldi. En þar sem að bresk stjórnvöld hafa fyrirskipað að allur farangur sem fari með flugi frá UK verði grandskoðaður með röntgengeislum og ekki er til nógu stórt röntgentæki í UK til að skanna heilan bíl í einu þá stóðu Fordarnir fastir í London.

Málið var leyst með því að ákveða að setja bílinn í sérstakan afþrýstiklefa þar sem loftþrýstingur var stilltur til að samsvara þrýstingi í 40.000 feta hæð yfir jörðu. Allar gerðir af sprengjum springa við slíkan þrýsting en þessi aðferð hefur stundum verið notuð við sprengjuleit í Formula 1 bílum. Ford bílarnir tveir ganga í gegnum prófið í kvöld rétt fyrir utan Heathrow.

En þar með er ekki öll sagan sögð því að til öryggis verða bílarnir að standa óhreyfðir sem nemur lengd flugsins til Nýja Sjálands plús 2 klukkutímar að auki til að hafa þetta alveg pottþétt. Samtals eru þetta 27 klukkustundir. Þetta þýðir það að bílarnir koma ekki til Nýja Sjálands fyrr en í fyrsta lagi á Sunnudag.

Fréttir herma að Peugeot eigi við sama vanda að glíma í París en liðstjóri Peugeot hefur neitað þeim sögusögnum.