okey þar sem að ég stunda nú þetta bílaáhugamál, sem mörgum þykir skrítið, ætla ég að fá að kvarta smá og spyrja ykkur nú líka hvað ykkur finnst um þetta…

Eftir að CarreraGT og Shizzel byrjuðu hérna sem stjórnendum finnst mér að allt of margar myndir séu samþykktar á dag.
Þegar Aiwa var bara einn hérna sem stjórnandi var bara 1-2 samþykktar á dag.
Mér finnst þetta bara allt of mikið, ég meina það voru sam.ykktar 3 myndir 1.júlí,
Mazda RX8 kl.12:41:36
Slátturvér kl. 18:58:23
Rolls Royse kl. 20:36:45.


Ég veit að það eru samþykktar myndir eftir svona 50-80 lestar eða svo, en ég meina ef þið klikkið á myndina þar sem að slátturvélin er þá sjáið þið að það eru um svona 730 lestar og augljóslega hefur einhver bara ýtt á Refresh eða F5, og svo sjáið þið að það er 1 og hálfur tími á milli Slátturvélarinnar og RR..

Svo líka þegar fólk sendir inn myndir af sínum eigin bílum þá finnst mér að það ætti að leyfa myndinni að lifa allan daginn, ég meina það eru ekkert margir sem eru að senda inn myndir af sínum bílum. Ég kannski kem inn á Hugi.is/bilar og sé einhver flottan Mercedes-Benz E220 '95 módel sem er BTW síðasta árið sem þessir bílar voru framleiddir, svo þegar ég kem aftur inn seinna sama daginn þá er búið að samþykkja 3-5 myndir og ég þarf alltaf að fara í yfirlit til þess að skoða þennan bíl aftur… og það eru kannski 4 búnir að skrifa álit á hann..það er ekki leyft bílnum að lifa í heilann dag…

þetta er mitt álit á þessu og eins og ég segi alltaf þá mega allir hafa sitt álit =) en núna kæru bílaáhuga menn og konur vil ég fá álit ykkar á þessu.. Fannst ykkur Awia alveg getað séð um þetta einn eða hvað?