Ég er nú ekki vanur að pirra mig yfir svona með þessu móti en ég lenti bara í svo leiðinlegum ökumönnum í umferðinni áðan.

Fyrst er ég að taka aðrein inn á Miklubraut og lendi þar á eftir Grand Vitara jeppa, en ökumaður hans kunni ekki á aðreinar og stoppaði strax og eyjan var búinn og beið eftir gati í umferðinni. Augljóslega hafði hann ekki hraða né afstöðuna til að nýta öll götin. Ég náði að smeygja mér framhjá (hægra megin) og keyra út aðreinina og smellti mér léttilega út á götuna með nóg bil í allar áttir. “Vinur” minn sat þarna lengi vel í viðbót.

Svo er ég kominn út á Reykjavíkurveg og þar er kona á fólksbifreið sem er greinilega ekki sátt við að ég sé “ekki nema” 20 km/klst. yfir löglegum hámarkshraða (90 á 70 svæði) og klístrar sér því í rassgatið á mér svo ég get ekki einu sinni séð frammljósin á bílnum hennar fyrir skottinu á bílnum hjá mér. Hún vaknaði þegar ég sleppti bensíngjöfinni á leiðinni upp halla. Þetta var nóta bene þar sem eru tvær akgreinar í akstursstefnuna, ég var á hægri og fólkið vinstra megin (merkilegt nokk) keyrði hraðar.

Ég þoli ekki þegar fólk kann ekki á aðreinar (þetta var maður um 30-40 ára aldur) en fólk sem “tailgaitar” er stórhættulegt! Ætli það sé kannski þörf á símenntuin í umferðinni? Ennfremur vill ég að lögreglan taki á fólki sem hefur ónógt bil í næsta bíl, þetta er grafalvarlegt mál.

Jæja, orðinn rólegri, verst að það eru ekki allir jafngóðir og ég í umferðinni ;)