Datt í hug að henda inn smá kúk hérna fyrst ég hef ekkert að gera.
Málið var það að ég fór á þessa sýningur í gær og hvílíkt djók!
Vissulega voru flott farartæki þarna og má þar helst nefna Koenegsegg kvekindið sem var náttlega subbulega flottur.
Mér þótti líka mikið til allra mótorhjólanna koma og er ég ánægður með að svo mörg hjól hafi verið á sýningunni svo og flugvélarnar, bátarnir og Jet-skiin.
Það sem skemmdi alveg fyrir mér var þetta “rice section” þar sem fjöldinn allur af afturkreistingum hópuðust í kringum rauða Corollu með dekkt stefnuljós og “augabrúnir” og misstu næstum saur yfir einhverjum græjum sem voru í skottinu.
Common…hafið þið enga virðingu? Á þetta ekki að heita sportbílasýning??
Það hafa allir séð Toyotu Corollu með bassakeilu! Það þarf ekki annað en fara niður Laugaveginn á föstudagskvöldi til að sjá alla flóruna af hálfvitum sem eru að blasta græjurnar.

Svo var þarna eld gamall Polo með græjur í staðinn fyrir aftursæti sem er sjálfsagt á sinni fjórðu sýningu og allir komnir með hundleið á.

Svo var þarna klesstur Yaris í pappakassa og auðvitað þurftu þeir að dúndra inn svona eins og tveimur Imprezum, bara rétt til að fullkomna ömurlegheitin. “Vóóóó”, sagði félagi minn!! “Hún er með widebody kitti”
Það var þá sem ég fór úr skónum og sló honum fast í hausinn á honum.
“Get ég þá bara farið og slengt einhverju widebodýi og 5” weelspacerum á Civicina mína og þá er ég garanteraður á næstu sýningu!!?",
Sagði ég þá. Eftir það hélt hann kjafti.
(Ekki það að ég sé á móti Imprezum en það er ekkert nýtt.)

Annars ætlaði ég ekkert að vera með eitthvert skítkast hérna, heldur pústa aðeins út því þessi sýning var arfa slök og með þeim lélegri sem ég hef séð í langan tíma.
Sýningin í fyrra var langtum betri. Ég var ekki að sjá neitt nýtt og mæli þessvegna ekki með því að menn séu að eyða tíma sínum í að keyra alla leið niður í Laugardalshöll nema náttlega til að sjá Koenegsegg-inn sem er algjört augnakonfekt.

Takk fyrir mig.