Komiði sæl, frændi minn varð fyrir því óhappi að bílnum hans var stolið, hér er auglýsingin hans, mér þætti vænt um ef þið mynduð nenna að líta í kringum ykkur.

Síðastliðin laugardag (27/05/06) var bílnum mínum stolið fyrir framan Laugar (World Class). Ég brá mér í sund eftir hlaupaæfingu og á meðan var farsímanum og bíllyklunum mínum stolið úr fataskápnum í Laugum. Eftir að hafa tilkynnt atviki þurfti ég að ganga heim og hringja í vin minn til að keyra mig aftur til að ná í bílinn. Þegar ég kom aftur klukkutíma seinna var bíllinn minn horfinn. Þjófauminginn hefur þá beðið eftir að ég fór og notað bíllykilinn sem hann stal úr skápnum mínum.
Mig langar að biðja ykkur að hafa augun hjá ykkur. Bíltegundin Renault Clio árgerð 2000, rauður á lit með númerið ZH-998. Það vantar hjólkopp bílstjóramegin að framan og auk þess er frambrettið farþegamegin skemmt að neðan.

Meðfylgjandi mynd er ekki að mínum bíl en sama týpa og litur. Að vísu er minn bíll ekki með topplúgu eins og þessi á myndinni.

http://www.barnaland.is/messageboard/images/48465_632845441708125000.jpg

Ég væri innilega þakklátur fyrir ykkar hjálp.

Kveðja Þ.S.S. s:6998637
Kveðja