Portúgalska rallinu hefur verið hent út og í staðin kemur umferð í Þýskalandi. Menn héldu lengi vel að annaðhvort gríska eða Kýpurrallið yrðu látin fjúka þar sem þau eru nokkuð lík en það sem réði víst úrslitum voru leiðindaaðstæður í Portúgal í vor með rennbleytu, þoku og tilheyrandi drullumalli. Einnig hefur öryggi þótt ábótavant þar sem áhorfendafjöldinn er all svakalegur og hafa keppendur yfirleitt kvartað yfir að geta ekki keyrt fulla ferð út af áhorfendum sem eru við og oft á tímum á miðjum vegunum.

Sá ansi athyglisverða sögu frá Rally Portúgalí ár en þjónustu-crewið hjá Makinen á að hafa fundið fingur fastan í spoilernum hjá honum. Það er víst nefnilega mikið cult í Portúgal að reyna að snerta rallíbílana um leið og þeir aka framhjá og verður oft mikil keppni úr meðal áhorfenda. Keppnin gengur víst þannig fyrir sig að fyrst á maður að snerta bíl með hendinni. Næsta bíl skal snerta með olnboganum og síðasta þrautin felst í því að ná að reka afturendann í einn bílinn. Sá sem tekst þetta og í þessari röð, vinnur og telst víst mikil hetja.