BMW gegst í samvinnu við B&L fyrir sannkölluðum stórviðburði í gærkvöldi, mánudagskvöldið þann 22. maí, með frumsýningu á sportbílunum Z4 Coupé og Z4 Roadster, blæjubílnum.
Þar sem B&L var fyrst umboðsaðila BMW til að afhjúpa Z4 Coupé þá var jafnframt um heimsfrumsýningu á honum að ræða. Sýningin var með veglegasta móti og var viðbúnaður vegna hennar að sama skapi mikill. Samkvæmt venju BMW var sýningin þetta kvöld aðeins ætluð boðsgestum, en að sjálfsögðu verður öllum sem hug hafa á, gefinn kostur á að sjá gripina síðari í þessari viku.
Z4 línan hefur löngum verið höfð til marks um, að fáir leiki BMW eftir í hönnun glæsilegra sportbíla. Coupéinn, sem var heimsfrumsýndur, er sá fyrsti í línunni og er t.a.m. beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að hann komi á markað í heimalandi sínu Þýskalandi í júlímánuði nk. Hér á landi, gefur heimsfrumsýningin mönnum því færi á að sjá bílinn meira en mánuði áður.
Nýr Z4 Roadster kom á markað í vor sem leið og er um uppfærslu eða “andlitslyftingu” að ræða af módeli sem kom fyrst á markað árið 2003. Það eru hins vegar 10 ári liðin frá því sjálf Z4 línan var kynnt til sögunnar, árið 1996, og það er því líklega engin tilviljun að BMW komi með fyrsta Coupé línunnar á þessum tímamótum.
Bæði Coupéinn og Roadsterinn eru tæknileg afrek BMW í fagurlega hönnuðum sportbílabúning. Með því sem næst hnífjafna 50:50 þyngdardriefingu á milli fram- og afturöxuls, afturhjóladrif, sérhannaða sportfjöðrun og sportuppfærða stöðugleikastýringu, eru báðir bílar búnir ótrúlegum aksturseiginleikum.
Það hefur einnig mikið að segja að þeir eru léttbyggðir (allt að 150 kg léttari en bílar í þessum flokki), en á sama tíma afar sterkbyggðir, sem þýðir að þeir eru einstaklega rásfastir og stöðugir. Hin einstaka 260 hp I6 3.0 ltr ál-magnesíum vél (sú léttbyggðasta í heimi) leggur einnig sitt af mörkum, enda er Z4 Coupé með hana innanborðs ekki nema 5,7 sek. Upp í 100 km/klst.
Þá er sex-gíra gírkassinn er með það lág drifhlutföll að snúningshraði vélarinnar nýtur sín við allar aðstæður og kjósi maður frekar sjálfskipta útgáfu, þá er hún með beinskiptival í stýrishjólinu.
Á skíðum skemmt ég mér trallalla trallallala tralallalla