Ég keypti mér gírkassalausann Honda Prelude 88 um daginn. Ég fékk hann á svo góðu verði að ég stóðst ekki freistinguna. Ég leitaði að gíkassa heil lengi en án árangurs. Ég var farinn að gefast upp. Ég hringdi í Bílabúð Rabba og spurði hvort að þeir gætu flutt inn gírkassa fyrir mig en það hefði kostað 120þ. kr. Ég fann gírkassa á partasölu út í NY en sá kassi kostaði $650 áður en sendingakostnaður, tollur og VSK væri sett á.
Síðan ákvað ég að kíkja á eBay… Low and behold, þar var einn sem smell passar í bílinn minn og er aðeins keyrður 50þ. km. á $225. Þetta er náttúrulega hrein snilld. Ég mæli eindregið með því að þið kíkið á þessa síðu ef ykkur vantar eitthvað sem þið finnið ekki hér á landi.

<a href="http://www.ebay.com">www.eBay.com</a>

dArkpAcT