Er það rétt sem ég heyri að það sé hægt að fá undantekningu á því að mega ekki setja filmur allan hringinn ef maður er með slæmt mígreni?? Endilega ef einhver veit þetta þá má hann endilega láta mig vita! En annars var ég líka bara að pæla hvort það sé rétt sem ég hafi heyrt að löggan hafi útskýrt ástæðuna fyrir banninu þannig að það væri til þess að það væri hægt að brjóta rúðuna þegar bíllinn lendir í vatni!?! Á fólkið þá sem er afturí að drukkna. Ég veit reyndar af því að það er fullt af liði sem er ílla við þessar filmur einhverrar ástæðu vegna þar sem þær skapa bara það öryggi að þegar þú lendir í árekstri eru minni líkur á því að þú fáir rúðubrotin yfir þig. Ég styð þær allavegna og myndi endilega vilja fá svona undantekningu ef ég get? :)
Joi Guðni