Ég fór með bílinn minn í skoðun hjá Frumherja í gær. Þetta er Toyota CarinaE 1994 lítið ekinn og góður bíll. Skoðunarmaðurinn fann ekkert að bílnum eftir langa leit. Svo segir hann, jæja 2002 á þennan við einhvern þarna en rekur svo augun í Liverpool-límmiða á aftur bílnúmerinu. Segir það þetta megi ekki og setur endurskoðun 9 á bílinn. Afhverju ekki þessi miði. Hvítur með litlu rauðu merki. Að framan er ég með Seltjarnarnes miða sem er hvítur með ljósbrúnu merki, hann má vera?
Ég ætla ekki í skoðun með bílinn aftur fyrr ég er búinn að fá útskýringu afhverju Seltjarnarnes megi en ekki Liverpool.

Hvað vitið þið um þetta?
OH.