jæja, núna verð ég að koma þessari umræðu af stað hér…

eins og við vitum öll er eitt það dýrasta bensín á almennum markaði einmitt hér á klakanum. við fyrstu hugsun gæti maður haldið að um væri að kenna staðsetningu, að flutningurinn kostaði svona mikið. en svo fer maður að pæla, af hverju er það á tæpar 120 krónur á lítra þegar það er meira en helmingi ódýrara úti. ég get sagt ykkur út af hverju, það er hinn fáránlegi skattur á íslandi, hér er sett eldsneytisgjald á bæði bensín og dísil, eitthvað í kring um 40%!!! en þeir stansa ekki þar, því einnig er virðisaukaskattur af eldsneytinu, og sá skattur er reiknaður EFTIR álagningu með eldsneytisverðinu…og þetta erum við að borga með peningum sem við höfum borgað skatta af…

núna eru nokkur fjöldasamtök að reyna að skipuleggja mótmæli og þá ekki einhver smávægileg, uppi hugmyndir um að loka heilu umferðaræðunum og jafnvel komið sú hugmynd að gera aksturleiðina úr örfirisey (þar sem flest olíufélögin eru með tanka sína) óaksturshæfa með því að grafa veginn í sundur eða sturta hlassi á hann.

eini tilgangur minn með þessum þræði er að vekja athygli á þessum málum og kæru hugarar, komið þessum umræðum af stað á heimili ykkar, í vinnu og bara allstaðar, vekjum almenning VIVA LA RESISTANCE!!!!
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“