Hæ, ég er að leita að sem flestum Austin/Rover Mini bílum á Íslandi til að taka þátt í smá rúnt á næstunni. Það hefur gengið mjög vel að finna bíla, en ennþá á eftir að hafa samband við eigendur. Það er einn bíll sem ég hef sérstakann áhuga á að ná í það er gamall grænsanseraður bíll sem kallaður er “Enski Sjúklingurinn” (það stendur allavega einhversstaðar á honum) og hann er ekki í neitt sérstaklega góðu ástandi, ef einhver veit e-ð um þennan bíl eða aðra vel falda mini-a á götunni væru upplýsingar vel þegnar.

Takk fyrir og fylgist með hvenær mini-arnir fara á stjá!
-Herra Stór!