Heilir áhugamenn.

Langt síðan að ég hef verið á huga.is og er gaman að rifja upp gömul kynni með því lesa greinar eftir ykkur.

Mig langar að fá álit þitt á einu atriði. Málið er að ég keypti mér nýlegan Hondu Accord ´04 í November mánuð sem mér finnst alveg þræl fínn.
Átti Hondu Accord ´87 fyrir nokkrum árum og enþá í minninguni með bestu bílum sem ég hef átt. ;-)

Fyrir ykkur sem hafið áhuga hvers konar típu þá er þetta 2,4 vel (190 hestar), skriðvörn, ABS, 6 gíra sem kom mér á óvart þar sem ég taldi að allir svona bílar væru sjálfskiptir en allavega, Cruise Control (þó svo að hann er beinskiptur.
Svo er bara drullu gaman að keyra þennan bíl, þó svo margir að koma til greina en eru kannski endilega í sama verðflokki og þessi.

Allavega er þetta málið.
Það fyldu 18" low profile felgur, einhverjar voðalega dýrar felgur cromefelgur held ég að þetta er kallað. Málið er að fyrri eigandinn sagði mér að bíllinn eiðilegur dekkinn með því að slíta hliðarnar á dekkinu og hann sagði mér að það væri búið að fara með bílinn í hjólastilingu en ekkert hefur lagast.

Nú spyr ég þig/ykkur!
Er þetta eðilegt með svona felgur að bíllinn eiðileggi þær eða er bíllinn ekki gerður fyrir svona stórar felgur. Er þetta kannski bara galli í bílnum sem ég þarf að snúa til umboðsins og rífast við þá?

Hvað segið þú?

Annað! Þar sem ég var ekki á svo öflugum bíl þar áður þá er ég farinn ómeðvitandi farinn að keyra aðeins hraðar en venjulega sem þíðir að mig vantar radarvara. Veistu um einhvern til sölu, þ.e.a.s. góðan slíkan, s.s. 6 bönd með leysir!!!