Jæja, jæja…

Maður hefur oft spáð í bíl, hinum fullkomna bíl fyrir þig eða mig.

Fyrst langaði mig í jaguar, gamlan um 1976-79, sennilega jx gerð, fæ hann fyrir svona 600 þús og eyði öðrum 600 þús í að skipta út öllu rafkerfi og helmingnum af vélinni til að hann virki sæmilega, og klunnalegur í borgina útaf hann er með vöðvastýri og lágum beygjuradius, erfitt að fá dekk á hann og fáránlega dýrt að láta gera við hann…

Næsti bíl var svo gamli góði 911.
1980 porche flottur og nettur bíl, passar í öll stæði og frábær beyguradios og ef fyri eigandi hefur verið sæmilegur þá þarf bara að yfir fara vélina, fínpússa og kíkja yfir gírkassan, já og reyndar rafkerfið á það til að fara í þessum elskum, þá væri fínt að keyra honum um þessa smá borg okkar, reykjavík…

Jæja svo er það bílin sem ég keypti mér til að druslast um á, og er alveg ástafangin af kostum hans en endilega bílnum sjálfum

Fiat uno 93 árg. með 976 cúpica vél, 4 cylendra vél sem skilar um 45 hestöflum, hámarkshraði um 95 kílómetrar, næstum engin innrétting í honum, hægt er að fella bæði aftur sætin niður flat, algjör snilldar bíll…

Ótrúlegt hvernig smekkur breyttist.

Ef þið vitið um svipaðan bíl eða bara hvernig þið mundu vilja hafa ykkar bíl þá endilega svarið hérna, er núna að leita mér af nýjum bíl sem er með sama featusa og fiat unoin minn

http://www.carsfromitaly.com/fiat/index.html
Kv. Ljúfmennið