Þrjú stór fyrirtæki eru að framleiða fljúgandi/svífandi bíla. 2 bandarísk og eitt frá israel, og svo einhver smærri. Nú er raunin sú að ef þessum uppfinningum verður tekið vel þá ætti ísland og önnur rík lönd að geta verið komin með fljúgandi bíla á næstu áratugum. Þeir sem hafa séð star-wars muna örugglega eftir þotunum þar í coruscant(?) sem svifu um í loftunum í umferðinni þar. Þessir bílar einsog SkyCar og SkyRider verður stjórnað með GPS(Global Positioning System) þannig að þú þarft aðeins að fara upp í fljúgandi bílin og slá inn heimilisfang eða símanúmer staðarins sem þú ferð á. Þó verður smá “manual” stýring á þessum tækjum. Í ár á að gera fyrsta svífandi bíllinn sem er með nýrri kynslóð af hreyflum sem sparar viðhald og orku. Fann dæmi um þetta: svokallaðir The Rotary Cartridge Valve (RCV) gefa:
10% Reduction in Engine Cost
10% Reduction in Exhaust Emissions
15% Reduction in Engine Maintenance
20% Increase in Fuel Mileage on Highway
30% Increase in Engine Horsepower
50% Increase in Fuel Mileage In Town
Þessi SkyRider er með 4 viftur með vængjum sem eru þó ekki breiðari en bíllinn og geta þær stýrt honum í allar áttir, lóðrétt og lárétt. skrokkurinn er hannaður til að lifta upp.
Þægindi, stjórnun og öryggi er til staðar þar sem þetta er allt stýrt stafrænt. öryggibúnaður væru fallhlýfar og loftpúðar. Kostnaður við eldsneyti er á við meðalstóran bíl og getur t.d SkyCar notað bensín, diesel, alcohol, kerosene og propane.
Svo hvað þessir gripir kosta. Fyrir fjöldaframleiðslu eru þeir um 1 milljón bandaríkjadollara en eftir fjöldaframleiðslu eru þeir rétt um 983.000 íslenskra króna eða 60.000$US
Getið lesið um þetta á þessari síðu–> http://www.macroindustries.com/website/index.htm