Já þannig er að ég keypti mér Hondu civic 1,4 98' árgerð heil 70hö! Eða eitthvað. Ég sé rosalega eftir því, því mig langar mun meira að keyra á kröftugum bíl, ég er ekki að tala um mustang eða einhverjum þannig. Ég er að tala um 200hö eða eitthvað í kringum það.

Ég hef verið að skoða sportara en auðvitað finnurðu bíla fyrir ágætis pening og mikinn kraft sem eru eldri týpur, 94' árgerð eða eitthvað þannig. Pabbi segir mér að ég á ekki að lækka mig um árgerð því að maður á alltaf að hækka sig upp.

En ég fæ engan kraft fyrir semi pening ef ég er að leita af 98' og uppúr. Er þetta satt hjá honum? Á ég frekar að kaupa mér 98' árgerðir og uppúr eða á ég að skella mér á t.d. m5 91' árgerð af bmw eða eitthvað þannig (ekkert endilega bmw)

Hvað er ykkar álit?