Nú er ég i einhverjum vandræðum…
Þannig er málið að ég var að fara skipta um dekk á bílnum..
fór í skottið og tók bassaboxið úr sambandi og tók dekkið út..
og þegar það var allt búið setti ég bassaboxið aftur í.
Ég sleppti að tengja það aftur..

Okei.. næsta dag þá ákvað ég bara að tengja það..
En þá eru eitthvað svaka skrítin hljóð..
Semsagt.. þegar ég kveiki á bílnum þá magnar græjurnar
hljóðið í vélinni.. það heyrist semsagt svona suð og tíðnin á
suðinu hækkast ef ég gef í…

Hvað í fja er þetta…
þetta gerðist bara allt í einu..
ég gerði ekkert annað en að tengja boxið aftur og svo gerðist
þetta bara.. gæti þetta verið að einhverjar snúrur eru að slá
saman eða bara magnarinn að deyja ?


Anyways.. vona að einhver hafi skilið eitthvað að þessu
og kannski geti hjálpað

Kveðjur
OziAz