Sma tilraun: Í staðinn fyrir að rembast við að tala um bíla sem fá okkur koma nokkurn tíma til með að eignast og verðum að láta okkur dreyma um langar mig að prófa svolítið.
Hvað er hægt að fara lágt í bílakaupum án þess að enda á druslu með teipað púströr. Ég er að tala um eldri, notaðan bíl sem virkar. Bíl sem þið mynduð treysta ykkur á að fara hringinn án þess að vera með sér sjóð fyrir verkstæðiskostnaði. Ég átti t.d. 11-12 ára Nissan Sunny, það fyrst núna sem hann er að gefast upp greyið. Fengi í mesta lagi dekkjaverð fyrir hann núna. Ég hefði giskað á 7-9 ára bíl, á 200.000 og yfir. Hvað með bíla eins og gamlan Bens? Eða yngri Lödu? Hvort er betra?
Kveðja
J.